Um okkur

Sagan

Ísfix ehf var stofnað maí 1998, og hefur verið rekið af sömu eigendum frá byrjun, Jón Jóhann Jóhannsson framkvæmdastjóri, og Ingibjörg R. Þengilsdóttir fjármálastjóri.

Jón Jóhann hefur starfað frá árinu 1986 við sjálfvirkar hurðir, eða í raun frá upphafi þess tíma sem sjálfvirkar hurðar byrjuðu að ryðja sér til rúms á Íslandi. Þekking fyrirtækisins byggist því á áralangri reynslu.

Einnig hefur ör þróun í byggingum kallað á meiri sjálfvirkni í hurðum, og eftirspurn á þessum markaði. Ísfix hefur því boðið upp á ýmsar sérlausnir í gegnum árin.

 

Þjónustan

Ísfix er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins í uppsetningum og þjónustu á hurðum og sjálfvirkum búnaði, og hefur þjónustað fyrirtæki, stofnanir og einkaaðila um mest allt land. Við þjónustum allar helstu gerðir af sjálfvirkum búnuðum og hurðum.
Í gegnum árin hefur byggst upp frábært tengslanet við innlenda og erlenda byrgja, sem hefur gert okkur kleift að útvega varahluti í allar helstu sjálfvirku búnaði á landinu. 

Við flytjum inn inn gæða búnað frá ítalska framleiðandanum Ditec EntreMatic, og hafa þeir búnaðir komið einstaklega vel út við íslenskar aðstæður. Með þessum innflutningi höfum við geta boðið viðskiptavinum okkar betra verð, og betri þjónustu, bæði á nýjum búnuðum og varahlutum.

Búnaður og uppsetning

Við flytjum inn nýjan búnað, eins og hringhurðir og sjálfvirkar hurðar og bjóðum upp á uppsetningu á þeim.

Viðhald og þjónusta

Við þjónustum allar helstu gerðir af sjálfvirkum búnuðum og hurðum, og útvegum varahluti og annað efni vegna viðgerða.

Neyðarþjónusta

Ertu í vandræðum? Við bjóðum upp á neyðarþjónustu, þ.e. útköll utan hefðbundins vinnutíma.

Ísfix ehf • Hamarshöfði 10, 110 Reykjavík • Sími: 8919220 • isfix@isfix.is • Kt: 510101-3320 • VSK nr: 69776

Leita